Réttindalaus í fíkniefnaakstri
Ökumaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi eftir að hann viðurkenndi að hann hefði neytt fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu svo að hann hefði neytt kannabisefna og amfetamíns. Að auki reyndist hann vera réttindalaus við aksturinn, því hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.