Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Réttindalaus ferðamaður ók of hratt
Föstudagur 10. maí 2019 kl. 10:21

Réttindalaus ferðamaður ók of hratt

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni. Einn þeirra, erlendur ferðamaður, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og játaði hann brot sín. Annar sem ók Reykjanesbrautina á 127 km hraða var með farþega í bifreiðinni sem hann þekkti ekki til. Leikur grunur á að þar hafi verið svokallaður „skutlari“ á ferð.
 
Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur í umdæminu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024