Miðvikudagur 23. janúar 2008 kl. 09:23
Réttindalaus á Brautinni
Lögreglan stöðvaði akstur ökumanns á Reykjanesbraut í nótt og reyndist hann vera sviptur ökuréttindum, ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðarinnar undir áhrifum fíkniefna. Annars var næturvaktin róleg hjá lögreglunni á Suðurnesjum að því er fram kemur í dagbók.