Réttað verður í Reykjavík
Réttað verður í málið varnarliðsmannsins sem ákærður hefur verið fyrir að stinga mann með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í vor. Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að þó varnarliðsmaðurinn hafi verið afhentur varnarliðinu til gæslu meðan á gæsluvarðhaldi stendur komi það ekki til greina af hálfu ríkissaksóknaraembættisins að afhenda forræði í málinu og rétta í því annars staðar en í Reykjavík.