Réttað í máli Scott Ramseys
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Scott Ramsey, sem ákærður er fyrir að hafa slegið danskan hermann í höfuðið á skemmtistaðnum Traffic í Reykjanesbæ í nóvember 2004 með þeim afleiðingum að mannsbani hlaust af, hefst fyrir héraðsdómi 22. september. Ákærði hefur játað sök fyrir dómi við þingfestingu málsins.Á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu sætti grunaði stuttu gæsluvarðhaldi en ekki var talin þörf á að halda honum lengur þar sem málið upplýstist fljótt að því er lögregla greindi frá á sínum tíma.








