Rétt viðbrögð komu í veg fyrir mengun vatnsbóla

Áreksturinn varð á vatnsverndarsvæðinu við Lága þar sem neysluvatni fyrir Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði og Keflavíkurflugvöll er dælt upp. Bergur sagði að með réttum viðbrögðum og með því að fjarlægja jarðveg strax, eins og gert var í dag, hafi verið komið í veg fyrir frekari mengun á svæðinu. Olíutankar vörubíla geti borið allt að 400 lítra af eldsneyti og glussaolíutankar rúma margir hverjir allt að 200 lítra af glussa. Fari slíkt magn niður í jarðveginn á þessum slóðum og sé ekkert að gert geti vatnsbólum starfað hætta af. Þarna undir sé á vissum svæðum grunnvatn sem rennur með talsverðum hraða að vatnsbólum. Berist olía niður um sprungur sé voðinn vís. Það hafi hins vegar ekki gerst í dag og hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja séu menn ánægðir með viðbrögð á vettvangi.
Myndin: Frá slysstað í hádeginu. Tankurinn og glussapollur í vegarkantinum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson