Rétt slapp undir skyggnið
Það er ekki víst að ökumaður þessarar sendibifreiðar hafi áttað sig á því hvað litlu hafi munað að bíllinn rækist upp undir skyggnið á bensínstöðinni Básnum í Keflavík á dögunum. Það munar aðeins örfáum sentimetrum á því að flutningakassinn rekist uppundir.
Ef myndin er skoðuð vel má sjá að það hafa ekki allir verið svona heppnir, því skyggnið er talsvert laskað eftir árekstur hárra bíla.
Skilti á staðnum segir til um að ökutæki megi ekki vera hærri en 3 metrar, því annars fari illa.
Ef myndin er skoðuð vel má sjá að það hafa ekki allir verið svona heppnir, því skyggnið er talsvert laskað eftir árekstur hárra bíla.
Skilti á staðnum segir til um að ökutæki megi ekki vera hærri en 3 metrar, því annars fari illa.