Rétt að halda skólavæðum óbreyttum
Skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur lýst áhyggjum sínum með þá ákvörðun bæjarráðs að skipting á skólasvæðum verði óbreytt. Sveindís Valdimarsdóttir (J) lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar í dag, og tók þar undir áhyggjur ráðsins, og lagði til að skólahverfin verði í framtíðinni skoðuð út frá barnafjölda á hverjum stað.Skúli Þ. Skúlason (B) forseti bæjarstjórnar, tók til máls og sagði að bæjarfulltrúar hefðu á sínum tíma allir lýst áhyggjum sínum varðandi fjölda nemenda í sumum árgöngum. „Þetta er vandasöm og viðkvæm framtíð og að breyta skólahverfum á þessu stigi er ekki sú varanlega lausn sem menn sjá fyrir sér. Að mínu mati var ákvörðun bæjarstórnar um að halda hverfum óbreyttum, hárrétt á þessu stigi málsins“, sagði Skúli.Fundargerðin var samþykkt 11-0.