Rekstur sveitarfélagsins í góðu samræmi þrátt fyrir fólksfjölgun
Ágætis jafnvægi er á rekstri bæjarsjóðs sveitarfélagsins Voga að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra, en hann segir reksturinn í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins í pistli sínum á heimasíðu Voga.
„Segja má að á tekjuhliðinni hafi ríkt óvissa um útsvars tekjurnar, ekki síst í ljósi þess að íbúum hefur farið fjölgandi og talsverðar kjarabætur verið á vinnumarkaði. Fjárhagsáætlun ársins stenst í öllum megin dráttum, enn sem komið er,“ segir Ásgeir en síðustu þrjú ár hefur íbúum sveitarfélagsins Voga fjölgað um 12%.