Rekstur Reykjanesbæjar verri 2015 en gert var ráð fyrir
Rekstur Reykjanesbæjar er verri en gert var ráð fyrir í áætlunum að því er kemur fram í útkomuspá fyrir árið 2015 og send var til Kauphallar í morgun. Hún var einnig kynnt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær. Samkvæmt henni verður samandregin rekstrarniðurstaða neikvæð um 716 milljónir króna á árinu, sem er um 300 milljónum krónum verra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
A-hlutinn, sem er grunnrekstur sveitarfélagsins, mun verða rekinn með 725 milljóna króna tapi, en áætlanir gerðu ráð fyrir 514 milljón króna tapi. Samanlagaður rekstur A- og B-hluta, sem er aðallega Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar, mun verða rekinn með 716 milljón króna tapi en áætlanir höfðu gert fyrir að tapið yrði 411 milljónir króna.