Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstur Reykjanesbæjar verri 2015 en gert var ráð fyrir
Föstudagur 2. október 2015 kl. 18:08

Rekstur Reykjanesbæjar verri 2015 en gert var ráð fyrir

Rekstur Reykjanesbæjar er verri en gert var ráð fyrir í áætlunum að því er kemur fram í útkomuspá fyrir árið 2015 og send var til Kauphallar í morgun. Hún var einnig kynnt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær. Samkvæmt henni verður samandregin rekstrarniðurstaða neikvæð um 716 milljónir króna á árinu, sem er um 300 milljónum krónum verra en áætlanir gerðu ráð fyrir.

A-hlutinn, sem er grunnrekstur sveitarfélagsins, mun verða rekinn með 725 milljóna króna tapi, en áætlanir gerðu ráð fyrir 514 milljón króna tapi. Samanlagaður rekstur A- og B-hluta, sem er aðallega Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar, mun verða rekinn með 716 milljón króna tapi en áætlanir höfðu gert fyrir að tapið yrði 411 milljónir króna.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024