Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 13:08

Rekstrarhalli á Garðvangi: framkæmdastjóra gert að spara

Rekstrarhalli dvalarheimilisins Garðvangs í Garði var rúmar 8,5 milljónir á síðasta ári að meðtöldum vaxtagjöldum sem námu 3,5 milljónum króna. Áætlaður rekstrarhalli dvalarheimilisins stefnir í 30 milljónir króna á árinu 2004, auk uppsafnaðs rekstrarhalla síðustu ára að upphæð um 23 milljónir króna. Stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum hefur falið framkvæmdastjóra að gera tillögur að sparnaði í rekstri dvalarheimilisins og gera grein fyrir hvaða afleiðingar það hefði á þjónustu við heimilisfólk Garðvangs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024