Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega
Miðvikudagur 4. mars 2020 kl. 11:58

Rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar deilir þungum áhyggjum stjórnar Almannavarna af ástandinu í samgöngumálum og í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og hvetur ríkisvaldið til þess að tryggja nauðsynleg fjárframlög til heilbrigðisþjónustu og samgangna á Suðurnesjum án tafar. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem samþykkt var samhljóða í gær.

„Á undanförnum mánuðum hafa komið upp atvik tengd flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hjólabúnaður flugvélar gaf sig og óveður olli verulegum truflunum á samgöngum til og frá flugstöðinni. Atvikin beindu sjónum Almannavarna að getu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) til að sinna þjónustu í slíkum neyðartilvikum, sér í lagi ef illfært er um einfalda Reykjanesbraut á sama tíma. Mikil mildi þykir að ekki varð úr meiriháttar neyðarástand við þær aðstæður sem sköpuðust í umræddum tilvikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fundargerð sinni frá fundi 12. febrúar skorar stjórn Almannavarna á sveitarfélög og þingmenn svæðisins að krefjast þess strax að rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega og að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöð. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar deilir þungum áhyggjum stjórnar Almannavarna af ástandinu og hvetur ríkisvaldið til þess að tryggja nauðsynleg fjárframlög til heilbrigðisþjónustu og samgangna á Suðurnesjum án tafar.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét Ólöf A. Sanders (D), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Jasmina Crnac (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét Þórarinsdóttir (M)