Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reisbílar halda lóðinni við Reykjanesbrautina
Mánudagur 8. ágúst 2005 kl. 16:13

Reisbílar halda lóðinni við Reykjanesbrautina

Reisbílar ehf. halda lóð sinni sem er við hlið Reykjanesbrautarinnar en þeir jöfnuðu tilboð Smáratorgs ehf. sem höfðu boðið í lóðina þegar hún var sett á uppboð. Víkurfréttir greindu frá því fyrir nokkru að Smáratorg ehf. hugðist reisa verslunarmiðstöð á lóð Reisbíla en svo virðist sem að það eigi eftir að frestast eitthvað.

Stefán Guðmundsson, einn eigenda Reisbíla ehf., sagði í samtali við Víkurfréttir að viðræður milli Reisbíla ehf. og Reykjanesbæjar væru vel á veg kominn en áætlað er að flytja starfsemi þeirra fyrrnefndu hinum megin við Reykjanesbrautina.

„Viðræðunum er ekki lokið því landið er ekki enn fundið. Það gerist á næstu dögum eða alla veganna innan tveggja vikna,“ sagði Stefán.

Honum líst þó ekki illa á þá hugmynd að verslunarmiðstöð rísi á lóð þeirri sem körtuaksturinn er á núna: „Ég verð fyrsti maðurinn til að kaupa kodda þegar að því kemur,“ sagði Stefán.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er Smáratorg ehf. ennþá að skoða þann möguleika að byggja verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ en þeir eru eigendur að Rúmfatalagernum. Heimildir Víkurfrétta herma að auk Rúmfatalagersins ætli Byko og Hagkaup að opna þar verslanir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024