Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reisa varnargarða norðan Grindavíkur
Unnið að gerð varnargarða við Svartsengi. Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Föstudagur 29. desember 2023 kl. 13:03

Reisa varnargarða norðan Grindavíkur

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðist verði í gerð varnargarða í nágrenni Grindavíkur til að verja byggð og innviði. Vinna er þegar hafin við gerð garðanna.

Áætlaður kostnaður við gerð varnargarðanna í fullri hæð er um sex milljarðar króna. Í fyrsta áfanga verksins verður ráðist í gerð garða í hálfa hæð sunnan við Hagafell. Það er framkvæmd upp á um hálfan milljarð króna. Fullbúnir varnargarðar verða tilbúnir á vormánuðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við RÚV í hádeginu að óskað verði eftir því við Almannavarnir í dag að þær hefji vinnu strax í dag en undirbúningur hófst í morgun. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði á gamlársdag og nýársdag. Fullbúnir varnargarðar eru gríðarleg framkvæmd sem mun breyta ásjónu Grindavíkur.

Fram kemur í frétt RÚV að varnargarðurinn við Svartsengi hafi kostað minna en ráð var fyrir gert. Garðurinn kostar 2,5 til 2,7 milljarða króna en kostnaðaráætlun var þrír milljarðar króna.