Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Reisa varnargarða norðan Grindavíkur
Unnið að gerð varnargarða við Svartsengi. Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Föstudagur 29. desember 2023 kl. 13:03

Reisa varnargarða norðan Grindavíkur

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðist verði í gerð varnargarða í nágrenni Grindavíkur til að verja byggð og innviði. Vinna er þegar hafin við gerð garðanna.

Áætlaður kostnaður við gerð varnargarðanna í fullri hæð er um sex milljarðar króna. Í fyrsta áfanga verksins verður ráðist í gerð garða í hálfa hæð sunnan við Hagafell. Það er framkvæmd upp á um hálfan milljarð króna. Fullbúnir varnargarðar verða tilbúnir á vormánuðum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við RÚV í hádeginu að óskað verði eftir því við Almannavarnir í dag að þær hefji vinnu strax í dag en undirbúningur hófst í morgun. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði á gamlársdag og nýársdag. Fullbúnir varnargarðar eru gríðarleg framkvæmd sem mun breyta ásjónu Grindavíkur.

Fram kemur í frétt RÚV að varnargarðurinn við Svartsengi hafi kostað minna en ráð var fyrir gert. Garðurinn kostar 2,5 til 2,7 milljarða króna en kostnaðaráætlun var þrír milljarðar króna.

VF jól 25
VF jól 25