Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reisa minnisvarða vegna flugslyss
Mynd úr safni.
Fimmtudagur 31. janúar 2013 kl. 08:35

Reisa minnisvarða vegna flugslyss

Áhugamenn um um flugsögu stríðsáranna á Íslandi hafa óskað eftir heimild Grindavíkurbæjar til að setja upp minnisvarða um áhöfn og sögu flugvélar sem fórst í Fagradalsfjalli 3. maí 1943. Frá þessu er greint á vef Grindavíkur.

Tillaga að staðsetningu er austan við veg 43, Grindavíkurveg, við svæði þar sem áður stóðu fiskhjallar. Tenging við þjóðveginn er því til staðar. Frá þessum stað er góð sjónlína á slysstaðinn í fjallinu og aðgengi gott. Umsagnir landeiganda og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja liggja fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útbúa lóð fyrir minnisvarðann í samstarfi við landeiganda.