Reisa 30 metra fjarskiptamastur við Hópsnesvita
Neyðarlínan hefur óskað eftir heimild til að reisa 30 metra stálmastur við hlið Hópsnesvita til að bæta neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi. Auk þess skapast möguleiki fyrir fjarskiptafyrirtæki að bæta farsíma- og netþjónustu. Hópsnesviti er 16 metra hár og því verður nýja mastrið næstum tvöföld hæð vitans.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn Grindavíkur að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að settir verði skilmálar um jarðrask og frágang til að tryggja að umgengni á framkvæmdartíma verði til fyrirmyndar. Einnig að fyrir liggi jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og Samgöngustofu ásamt leyfi landeigenda.
Umsóknin var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þar sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið. Á fundinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu skipulagsnefndar.