Reiknar með að eignasala á Keflavíkurflugvelli skili 8-9 milljörðum
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er meginskýringin á því að áætlað söluverð eigna á Keflavíkurflugvelli verður lægra en upphaflega var áætlað sú að ákveðið hefur verið að ríkið beri allan kostnað af breytingum á raflögnum í húseignunum, en sá kostnaður er áætlaður a.m.k. tveir milljarðar. Ráðuneytið reiknar með að það fái 12,8 milljarða fyrir eignirnar en formaður stjórnar Þróunarfélagsins segist reikna með að sala skili ríkinu 8-9 milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.