Reikna með álveri í Helguvík
Fjármálaráðuneytið reiknar með álveri í Helguvík í nýrri þjóðhagsspá sem kynnt var í morgun. Því er spáð að landsframleiðsla dragist saman um 10% í ár og þjóðarútgjöld um 20%. Þá er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði rúmt hálft prósent á næsta ári. Auk álversframkvæmda í Helguvík er gert ráð fyrir að álverið í Straumsvík verði stækkað. Þannig verði hagvöxtur 5% árið 2011.
Atvinnuleysi verður 9% á þessu ári að jafnaði, samkvæmt spánni og 9,6% prósentustigum meira á næsta ári. Þá er því spáð að stýrivextir Seðlabankans verði að meðaltali rúm 4% á næsta ári og tæp 5% árið á eftir. Spáð er 10% verðbólgu í ár og að hún verði 1,6% á næsta ári, segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins.
www.ruv.is