Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reiðvegir eru fyrir hesta, ekki vélhjól
Mánudagur 28. apríl 2008 kl. 09:42

Reiðvegir eru fyrir hesta, ekki vélhjól

Merkingar sem banna umferð mótorhjóla og fjórhjóla hafa verið settar upp við reiðveginn sem liggur frá hesthúsahverfinu í Fákadal og meðfram Stapagötu í Vogum. Borið hefur á því að vélhjólafólk noti reiðveginn. Við það losnar yfirborð hans og hann verður hestum þungfær auk þess sem mikil hætta skapast vegna hávaða. Hestar geta fælst við óvænt og hávær mótorhljóð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Börn og fullorðnir stunda hestamennsku í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Öryggi er þeim ofarlega í huga. Þess vegna er þeim vinsamlegu tilmælum beint að vélhjólafólki að það sneiði framhjá reiðvegum í sveitarfélaginu og noti akvegi sem sjaldan eru langt undan og ætlaðir eru vélknúnum farartækjum, segir á heimasíðu sveitarfélagsins.

VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024