Reiðhjólum og rafmagnsvespu stolið
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum fengið allmargar tilkynningar um þjófnaði úr hjólageymslum í umdæminu. Úr einni geymslunni var stolið nýlegri rafmagnsvespu að verðmæti um 130 þúsund krónur. Úr sameign á öðrum stað var reiðhjóli stolið, þar sem það stóð læst með hjólalás. Í þriðja tilvikinu hafði verið farið inn í hjólageymslu og þaðan stolið nokkrum reiðhjólum. Málin eru í rannsókn.