Regnið hefur áhrif á mannlífið
Nú rignir sem aldrei fyrr á Suðurnesjum. Rigningin er góð fyrir gróðurinn en hún hefur líka mikil áhrif á mannlífið. Það hefur svo sannarlega blómstrað síðustu daga og vikur í sólinni, en nú sést varla fólk á ferli og flestir virðast hafa komið sér fyrir innandyra með góða bók..., nú eða á netinu því umferð um vf.is er óvenjugóð í dag, miðað við að það er hásumar samkvæmt dagatalinu en netumferð dregst yfirleitt saman yfir sumarmánuðina.
Myndirnar eru teknar af vefmyndavél sem staðsett er í vitanum við Sandgerðishöfn og er aðgengileg á www.sandgerdi.is