Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Regnbogatímabilið hafið
Þriðjudagur 25. október 2011 kl. 11:20

Regnbogatímabilið hafið

Regnbogatímabilið er hafið á Suðurnesjum. Þetta varð ágætum manni að orði á dögunum þegar sjá mátti glæsilega regnboga nær daglega og oft á dag. Náttúran hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og himinhvolfið hefur oft verið eins og málverk meistara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á efstu myndinni má sjá einn af fjölmörgum regnbogum sem hafa verið sýnilegir síðsutu daga en það var Hilmar Bragi sem tók þá mynd.

Hér að neðan eru svo myndir sem Einar Guðberg tók um helgina og sýnir sólsetur og liti á himni sem eru eins og í málverki meistara.

Þá má að endingu minnast á það að í gærkvöldi mátti sjá glæsileg norðurljós á himni á Suðurnesjum og fyrir þennan sólarhring er spáð mjög virkum norðurljósum á Íslandi.