Regnbogasilungi sleppt í Seltjörn
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar hefur nýlega gert samkomulag við þá Oliver Keller og Pálma Sturluson um að taka að sér tímabundið rekstur Seltjarnar.
Þeir hafa nú sleppt tæplega 1000 fiskum í vatnið og bjóða fimm fiska kvóta á kr. 4.500.-
Ekki er nauðsynlegt að klára þennan fimm fiska kvóta á einum degi heldur má koma seinna og ljúka honum.Veiðileyfi eru seld á staðnum og opnunartíminn er frá kl. 10:00-21:00 virka daga en um helgar til miðnættis.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Seltjörn.