Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reglur um félagslega heimaþjónustu endurskoðaðar
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 12:21

Reglur um félagslega heimaþjónustu endurskoðaðar

Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar hefur lagt til endurskoðaðar reglur um félagslega heimaþjónustu í Reykjanesbæ. Í greinargerð með reglunum segir að eftirspurn eftir félagslegri heimaþjónustu fari vaxandi. Stærsti hópurinn sem nýti sér þjónustuna séu ellilífeyrisþegar, en öryrkjum og öðrum sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar fari ört fjölgandi.
Þá segir í greinargerðinni að tilgangur félagslegrar heimaþjónustu sé að gera fólki kleift að búa sem lengst í heimahúsum, við sem eðlilegastar aðstæður og einnig að mæta tilfallandi aðstæðum sem upp koma s.s. vegna erfiðra sjúkdóma eða slysa. Stöðugildum í félagslegri heimaþjónustu hafi ekki fjölgað til jafns við þarfir og eru nú biðlistar eftir þjónustunni.
Til að mæta þessu er m.a. lagt til að í þeim tilvikum þar sem umsækjandi deilir heimili með fullorðnum einstaklingi, sem á ekki við veikindi að stríða, er að öllu jöfnu ekki veitt heimaþjónusta.
Önnur sveitarfélög hafa nú þegar breytt eða eru að gera sambærilegar breytingar á reglum sínum um félagslega heimaþjónustu, segir í fundargerð Fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024