Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Refsað fyrir að slá lögreglumann í andlitið
Þriðjudagur 26. október 2004 kl. 18:10

Refsað fyrir að slá lögreglumann í andlitið

Tæplega fimmtugur maður var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að slá lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa á þáverandi heimili sínu í Keflavík í maí í fyrra slegið með krepptum hnefa í andlit lögreglumanns sem þar var staddur við skyldustörf. Afleiðingar urðu þær að lögreglumaðurinn marðist í andliti, vör sprakk og tönn sem losnaði við höggið þurfti að fjarlægja.

Maðurinn var dæmdur til að borga allan sakarkostnað málsins, þar með talda 75.000 króna þóknun til skipaðs verjanda.

Þetta kom fram á vefsvæði Morgunblaðsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024