Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réðust að lögreglumönnum með hnefum
Sunnudagur 5. október 2008 kl. 12:57

Réðust að lögreglumönnum með hnefum

Tveir lögreglumenn á Suðurnesjum meiddust við hnefahögg og spörk þegar ráðist var á þá nótt.
Málsatvik voru þannig að lögreglumenn áttu erindi í fjölbýlishús í Keflavík. Þegar þeir hugðust handtaka æstan aðila brugðust þrír illa við og reyndu að frelsa þann handtekna. Kom til snarpra átaka milli fólksins og lögreglu sem lauk með því að allir aðilar málsins voru handteknir og vistaðir í fangahúsi lögreglunnar.
Að sögn lögreglu er fólkið, nú rétt um hádegi, frjálst ferða sinna eftir næturdvöl í fangahúsi.

Í nótt voru fjórir ökumenn handteknir, einn vegna fíkniefna og þrír undir áhrifum áfengis. Þrír ökumenn voru svo stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Sá sem ók hraðast var á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af vef lögreglunnar.