Réðist á ökumann dráttarbifreiðar
Ráðist var á ökumann dráttarbifreiðar í gærkvöld þegar hann var, að beiðni lögrreglunnar, að fjarlæga bíl af vettvangi í Grófinni í Keflavík. Meintur eigandi bifreiðarinnar stöðvaði dráttarbifreiðina, vatt sér að ökumanni henni og sló hann föstu hnefahöggi í andlitið. Við höggið missti ökumaðurinn meðvitund. Hann var fluttur með sjúkrabirfeið á Landsspítalann í Fossvogi og lagður inn á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.