Réðist á leigubílstjóra
Ölvuð kona, sem í nótt var farþegi í leigubifreið í Reykjanesbæ, réðist á leigubílstjórann, sló til hans og beit í handlegginn. Konan var handtekinn og færð í fangageymslu þar sem hennar bíður yfirheyrsla þegar áfengisvíman rennur af henni.
Leigubílstjórinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en reyndist ekki alvarlega meiddur.
Þá var ökumaður stöðvaður æi Reykjanesbæ undir morgun og er hann grunaður um ölvun við akstur.
Mynd úr safni.
Leigubílstjórinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en reyndist ekki alvarlega meiddur.
Þá var ökumaður stöðvaður æi Reykjanesbæ undir morgun og er hann grunaður um ölvun við akstur.
Mynd úr safni.