Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réðist á leigubílstjóra
Sunnudagur 27. janúar 2008 kl. 10:21

Réðist á leigubílstjóra

Ölvuð kona, sem í nótt var farþegi í leigubifreið í Reykjanesbæ, réðist á leigubílstjórann, sló til hans og beit í handlegginn. Konan var handtekinn og færð í fangageymslu þar sem hennar bíður yfirheyrsla þegar áfengisvíman rennur af henni.
Leigubílstjórinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en reyndist ekki alvarlega meiddur.
Þá var ökumaður stöðvaður æi Reykjanesbæ undir morgun og er hann grunaður um ölvun við akstur.


Mynd úr safni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024