Real Madrid setur Kristinn Guðbrandsson á safn!
Knattspyrnudeild Keflavíkur barst nýlega ósk frá spænska stórliðinu Real Madrid um að fá liðstreyju Keflavíkurliðsins til að setja upp í safni Madridarliðsins.Liðin léku einmitt í Evrópukeppni meistaraliða árið 1972 og vann Real 3-0 í Madrid og 1-0 hér heima. Að sjálfsögðu var brugðist skjótt við ósk Spánverjanna og er peysa (með nafni og númeri Kristins Guðbrandssonar) á leið til Madrid. Þetta kemur fram á vef knattspyrnudeildar Keflavíkur.