Föstudagur 1. október 2021 kl. 09:35
Rautt óvissustig á Keflavíkurflugvelli í morgun
Rautt óvissustig var á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun þegar flugvél kom inn til lendingar vegna bilunar í flöpsum. Um var að ræða Boeing 757 sem var að koma frá Chicago.
Vélinni var lent örugglega og allir um borð heilir á húfi.