Raunvextir nýttir til uppgreiðslu lána
Ávöxtun fjármuna vegna sölu á hlut Sveitarfélagsins Voga í Hitaveitu Suðurnesja, kom til umræðu í bæjarstjórn Voga í gær og urðu miklar umræður um ávöxtun sjóðsins og framtíðarnýtingu.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að raunvextir sjóðsins á þessu ári og því næsta yrðu nýttir til uppgreiðslu ákveðinna lána þannig að höfuðstóll sjóðsins standi eftir óhreyfður. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að raunvextir sjóðsins á þessu ári og því næsta yrðu nýttir til uppgreiðslu ákveðinna lána þannig að höfuðstóll sjóðsins standi eftir óhreyfður. Tillagan var samþykkt samhljóða.