Raungreinabúðir verði í Vogum

Bæjarráð Voga leggur til að gengið verði til samninga við Geocamp Iceland um uppbyggingu raungreinabúða í Sveitarfélaginu Vogum.
Um er að ræða skólabúðir þar sem  jarðsaga Reykjanesskagans er nýtt til að laða að fólk sem hingað vill koma til rannsóknarstarfa í jarðfræði.
Að sögn Birgis Arnar Ólafssonar, forseta bæjarstjónar, verður verkefnið keyrt af stað í samstarfi við Ásbrú með það fyrir augum að búðirnar verði staðsettar í Vogunum.  „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti tengst skólanum hérna þannig að raungreinasvið hans geti notið góðs af þessu samstarfi,“ sagði Birgir Örn.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				