VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Raungreinabúðir verði í Vogum
Sunnudagur 4. október 2009 kl. 10:00

Raungreinabúðir verði í Vogum


Bæjarráð Voga leggur til að gengið verði til samninga við Geocamp Iceland um uppbyggingu raungreinabúða í Sveitarfélaginu Vogum.
Um er að ræða skólabúðir þar sem  jarðsaga Reykjanesskagans er nýtt til að laða að fólk sem hingað vill koma til rannsóknarstarfa í jarðfræði.

Að sögn Birgis Arnar Ólafssonar, forseta bæjarstjónar, verður verkefnið keyrt af stað í samstarfi við Ásbrú með það fyrir augum að búðirnar verði staðsettar í Vogunum.  „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti tengst skólanum hérna þannig að raungreinasvið hans geti notið góðs af þessu samstarfi,“ sagði Birgir Örn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25