Rauði krossinn safnar til hjálparstarfsins á skjálftasvæðum
 Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Þeir sem vilja gefa eitt þúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt í 907 2020. Einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslukorti á vef Rauða krossins, www.redcross.is.
Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Þeir sem vilja gefa eitt þúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt í 907 2020. Einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslukorti á vef Rauða krossins, www.redcross.is.
Hjálparsveitir Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru við störf á skjálftasvæðinu, bæði í Pakistan og á Indlandi. Aðgerðir Rauða krossins til lengri tíma miða að því að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, til næstu fjögurra mánaða.
Pakistanski Rauði hálfmáninn leiðir hjálparstarfið í Islamabad, þar sem stórhýsi hrundu með skelfilegum afleiðingum. Alþjóða Rauði krossinn er að senda birgðir af teppum, tjaldefni, eldunaráhöldum og öðrum hjálpargögnum á staðinn. Birgðirnar koma meðal annars úr birgðastöðvum Rauða krossins í Afganistan.
Fyrst og fremst er þörf fyrir fjármagn til hjálparstarfsins. Rauði krossinn hefur ákveðið að öll innkaup vegna hjálparstarfsins í Pakistan, muni fara fram þar í landi.
Mynd: EPA





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				