Rauði Krossinn safnar fyrir Helga
Grindavíkurdeild Rauða Krossins mun standa fyrir styrktartónleikum fyrir Helga Einar Harðarson, hjartaþega, næstkomandi föstudagskvöld.
Tónleikarnir verða haldnir í húsi kvenfélagsins og mun Eyjólfur Ólafsson, tónlistarmaður og fyrrum skólastjóri tónlistarskólans, leika og syngja frumsamin lög eftir sjálfan sig.
Enginn aðgangseyrir verður að tónleikunum en hægt verður að styrkja Helga með frjálsum framlögum.
Tónleikarnir verða haldnir í húsi kvenfélagsins og mun Eyjólfur Ólafsson, tónlistarmaður og fyrrum skólastjóri tónlistarskólans, leika og syngja frumsamin lög eftir sjálfan sig.
Enginn aðgangseyrir verður að tónleikunum en hægt verður að styrkja Helga með frjálsum framlögum.