Rauði krossinn gefur fræðsluefni
Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands færði leikskólanum Heiðarseli góða gjöf í dag, fræðslupakkann „Hjálpfús heimsækir leikskólann“. Þar er um að ræða fræðsluefni sem ætlað er leikskólabörnum frá 4 ára aldri. Í pakkanum er fingrabrúða af Rauða kross-stráknum Hjálpfúsi og fylgir bók með 6 sögum af honum sem sögumaður segir með hjálp brúðunnar.
Markmið námsefnisins er að kenna krökkunum hversu mikilvægt það er að hjálpa öðrum ef eitthvað bjátar á. Eftir hverja sögu er stungið upp á leik eða verkefni, en með bókinni ýtarlegar og skýrar kennsluleiðbeiningar.
Að sögn Stefaníu Hákonardóttur, framkvæmdastjóra Suðurnesjadeildar RKÍ, munu þau gefa pakkann í alla leikskóla á umsjónarsvæði deildarinnar en þeir eru 10 talsins.
Höfundur texta er Sigríður María Tómasdóttir og Hallveig Thorlacius sá um gerð brúðunnar ásamt Helgu Arnalds.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Stefanía afhendir Kolbrúnu Sigurðardóttur, leikskólastjóra pakkann. Með á myndinni eru þær Ólöf Björg, Lovísa Kristín og Sara Dís.
Markmið námsefnisins er að kenna krökkunum hversu mikilvægt það er að hjálpa öðrum ef eitthvað bjátar á. Eftir hverja sögu er stungið upp á leik eða verkefni, en með bókinni ýtarlegar og skýrar kennsluleiðbeiningar.
Að sögn Stefaníu Hákonardóttur, framkvæmdastjóra Suðurnesjadeildar RKÍ, munu þau gefa pakkann í alla leikskóla á umsjónarsvæði deildarinnar en þeir eru 10 talsins.
Höfundur texta er Sigríður María Tómasdóttir og Hallveig Thorlacius sá um gerð brúðunnar ásamt Helgu Arnalds.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Stefanía afhendir Kolbrúnu Sigurðardóttur, leikskólastjóra pakkann. Með á myndinni eru þær Ólöf Björg, Lovísa Kristín og Sara Dís.