Rauðakrossbúðin opnuð formlega
Rauðakrossbúðin á Suðurnesjum opnaði sl. fimmtudag á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ. Opnunartími búðarinnar verður fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13 – 18.
Rauði krossinn á Suðurnesjum vill þakka Suðurnesjamönnum fyrir hversu duglegir þeir eru að gefa fatnað í söfnunargámana. Fatnaðurinn er seldur á hagstæðu verði og ágóðinn er notaður í hjálparstarf innanlands sem utan.
Fyrsti viðskiptavinurinn Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Sjálfboðaliðar búðarinnar: Sara, Eyrún verkefnastjóri og Valdís.