Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðanna kynnt
Fimmtudagur 10. apríl 2014 kl. 09:59

Rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðanna kynnt

Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem var skipuð í ágúst 2011 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag, fimmtudag kl. 13 í í Alþingishúsinu.

Rannsóknarnefnd Alþingis heldur fréttamannafund fimmtudaginn 10. apríl kl. 14 í Iðnó við Vonarstræti. Kynntar verða niðurstöður nefndarinnar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna í samræmi við þingsályktun Alþingis frá 10. júní 2011. Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, útlán, fjárfestingar, stofnfjáraukningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra.

Almenn umræða á Alþingi um skýrsluna hefst á þingfundi föstudaginn 11. apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024