Rannsókn tollalagabrota starfsmanna flugstöðvarinnar á lokastigi
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur haft til rannsóknar meint tollalagabrot starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í framhaldi af aðgerðum tollgæslunar þegar leitað var í skápum starfsmanna að ólöglegum varningi. Yfirheyrðir hafa verið á sjötta tug starfsmanna fyrirtækja í flugstöðinni, en eftir er að yfirheyra um 10 manns og hefur stærsti hluti þeirra starfsmanna viðurkennt brot sín.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér. Þar kemur einnig fram að ætluð brot eru flestum tilfellum á þann veg að starfsfólk flugstöðvarinnar hefur keypt varning í verslunum á áningarsvæði flugstöðvarinnar og geymt hann í starfsmannaskápum. Rannsókn í málinu hefur leitt í ljós að þessi háttsemi hafi í einhverjum tilfellum átt sér stað árum saman. Þeir kærðu í málinu starfa flestir hjá Fríhöfninni. Í tilkynningunni kemur fram að útlit sé fyrir að mögulegt sé að ljúka langflestum þessara mála með sektargerð, sem miðast við verðmæti þess varnings sem lagt var hald á. Stefnt er að því að ljúka þeim þætti rannsóknarinnar sem enn er ólokið í næsta mánuði.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér. Þar kemur einnig fram að ætluð brot eru flestum tilfellum á þann veg að starfsfólk flugstöðvarinnar hefur keypt varning í verslunum á áningarsvæði flugstöðvarinnar og geymt hann í starfsmannaskápum. Rannsókn í málinu hefur leitt í ljós að þessi háttsemi hafi í einhverjum tilfellum átt sér stað árum saman. Þeir kærðu í málinu starfa flestir hjá Fríhöfninni. Í tilkynningunni kemur fram að útlit sé fyrir að mögulegt sé að ljúka langflestum þessara mála með sektargerð, sem miðast við verðmæti þess varnings sem lagt var hald á. Stefnt er að því að ljúka þeim þætti rannsóknarinnar sem enn er ólokið í næsta mánuði.