Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rannsókn á þunglyndi karla að hefjast
Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 15:41

Rannsókn á þunglyndi karla að hefjast

Á næstunni verður sett af stað rannsókn á þunglyndi karla á aldrinum 18 til 80 ára og fer rannsóknin einungis fram á Suðurnesjum. Vonast er til að um 3000 karlmenn á þessum aldri taki þátt í rannsókninni. Það eru fjórir læknar sem hafa umsjón með rannsókninni, María Ólafsdóttir, dr.med., heimilislæknir, Ólafur Þór Ævarsson, dr.med., geðlæknir, Sigurður Páll Pálsson, dr.med., geðlæknir og Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur. Starfsmaður rannsóknarinnar er Kristín V. Jónsdóttir.María Ólafsdóttir segir að markmið rannsóknarinnar sér að mæla algengi þunglyndis meðal karla í samfélaginu og leita aðferða til að bæta greiningu og meðferð þunglyndis meðal þeirra. Þar með talið að efla forvarnir gegn þunglyndi og alvarlegum afleiðingum þess. María segir að þau vonist til að fá sem flesta karlmenn til að taka þátt í rannsókninni og segir hún að það sé ekki flókið að taka þátt: „Rannsóknin byggist á að viðkomandi svari einföldum spurningalista um heilsufar og hugsanleg þunglyndiseinkenni og er reiknað með að þetta taki um 10 mínútur. Hluta af þátttakendum verður boðið í viðtal við geðlækni og hluti þátttakenda verður beðinn að skilamunnvatnssýnum en í þeim verða mæld stresshormón.“ Rannsóknin er viðurkennd af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd og verður farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að rannsóknin taki um eitt og hálft ár í framkvæmd. Höfuðstöðvar rannsóknirnar verða í Lyfju í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024