Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 21. janúar 2004 kl. 13:54

Rannsókn á líðan karla

Um þessar mundir fer fram á Suðurnesjum rannsókn á þunglyndi karla á aldrinum 18 - 80 ára. Rannsóknin fer einungis fram á Suðurnesjum og er vonast til að um 3000 karlmenn taki þátt.
Könnuð verður líðan karla á aldrinum 18 - 80 ára en markmið rannsóknarinnar er að mæla hversu algengt þunglyndi og streita er meðal karla og leita aðferða til að bæta greiningu þess og meðferð. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt hvort sem þeir hafi verið þunglyndir eða ekki.
Umsjón með rannsókninni hafa: María Ólafsdóttir, dr.med., heimilislæknir, Ólafur Þór Ævarsson, dr.med., geðlæknir, Sigurður Páll Pálsson, dr.med., geðlæknir og Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur. Starfsmaður rannsóknarinnar er Kristín V. Jónsdóttir. Skrifstofa rannsóknarinnar er í húsi Lyfju í Keflavík, Hringbraut 99, 2 hæð og er hún opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18:00 - 19:30. Síminn er 866 4511 og netfang [email protected]
Karlmenn á Suðurnesjum á aldrinum 18 - 80 ára eru hvattir til þess að taka þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024