Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rannsókn á hnífstungumáli á lokastigi
Mánudagur 30. nóvember 2009 kl. 10:48

Rannsókn á hnífstungumáli á lokastigi

Gæsluvarðhald yfir 22 ára gamalli konu, úr svokölluðu hnífstungumáli af Suðurgötunni í Keflavík, rennur út í dag. Lögreglan á Suðurnesjum mun sennilega leggja fram ósk um framlengingu gæsluvarðhalds til Héraðsdóms Reykjanesss í dag. Rannsókn málsins er á lokastigi og er beðið eftir að málið verði tekið fyrir í hérðasdómi, að sögn Vísir.is.


Konan bankaði á útidyr hjá fjölskyldu í Reykjanesbæ á sunnudegi í lok september. Fimm ára gamalt stúlkubarn kom til dyra. Konan á að hafa stungið stúlkuna fyrirvaralaust og veitt henni lífshættulega áverka. Ekki er vitað hvað henni gekk til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Konan var látin sæta geðrannsókn auk þess sem hún hefur verið í varðhaldi síðan hún var handtekinn sama dag og árásin átti sér stað.


Úrskurðar héraðsdóms er að vænta síðdegis í dag.