Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rannsókn á eldsvoðanum miðar áfram
Miðvikudagur 14. júní 2006 kl. 11:37

Rannsókn á eldsvoðanum miðar áfram

Rannsókn á brunanum, sem varð á föstudagskvöld á dekkjaverkstæði og smurtöð við Aðalstöðina í Keflavík, er komin vel á veg. Nú er vitað að eldurinn kom upp í húsnæði dekkjaverkstæðisins og barst þaðan yfir í þak smurstöðvarinnar. Mikið tjón varð í brunanum.

Um upptök eldsins er þó ekki vitað enn sem komið er en þrennt þykir helst koma til greina, skv. því sem fram kemur á mbl.is í morgun, þ.e. íkveikja, sjálfsíkveikja eða rafmagnseldur. Lögreglan útilokar þess vegna ekki að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Enginn hefur þó réttarstöðu grunaðs og nokkur vitni hafa verið yfirheyrð. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík hefur aðstoðað við rannsóknina.


VF-mynd: Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024