Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Rannsakað sem slys
Laugardagur 13. október 2012 kl. 11:50

Rannsakað sem slys

Í gærkvöldi voru borin kennsl á lík sem fannst í fjörunni neðan við gömlu sundhöllina í Keflavík í gærdag. Kennslin voru staðfest með samanburði á fingraförum.

Líkið reyndist vera af 42 ára gömlum pólskum karlmanni sem búsettur var í Reykjanesbæ. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu þar sem enn hefur ekki verið unnt að ná sambandi við ættingja hans.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur enn að rannsókn málsins og er það rannsakað sem slys. Við rannsóknina hefur lögreglan á Suðurnesjum notið aðstoðar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjórans.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25