Rannsaka þjófnað á 600 tölvum
Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið.
Innbrotin áttu sér stað á tímabilinu frá 5. desember 2017 til 16. janúar 2018.
Verðmæti þýfisins eru talin nema rúmum 200 milljónum króna.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluembættin á Vesturlandi, Norðurlandi eystra og á höfuðborgarsvæðinu og er rannsóknin í fullum gangi.