Rannsaka hvali á norðurslóðum
Á laugardaginn verður sérhönnuð hvalarannsóknaskúta til sýnis almenningi í Sandgerði, milli klukkan 14 til 16. Hægt verður að hlusta á hljóð ólíkra hvalategunda og ræða við rannsóknarfólk um borð í skútunni. Dr. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður hvalarannsókna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík mun flytja fyrirlestur um rannsóknir á hljóðum hnýðinga.
Skúta þessi nefnist Song of the whale og er að koma úr leiðangri milli Íslands og Grænlands. Búið er að koma fyrir í skútunni sérstökum búnaði til að nema hljóð steypireyða - en skútan þykir ein sú fullkomnasta í heiminum til að stunda rannsóknir á sjávardýrum. Hér er hægt að skoða skútuna á netinu: http://www.ifaw.org/united-states/our-work/defending-whales/take-tour-song-whale
Þetta rannsóknaverkefni er samstarf Háskóla Íslands og IFAW samtakanna.