Rán í Samkaupum: Ræninginn enn ófundinn
Enginn hefur enn verið handtekinn vegna ránsins í Samkaupum í Sandgerði í gær. Samkvæmt lögreglu var ekki um vopnað rán að ræða og var starfsfólki búðarinnar ekki ógnað.
Maður um tvítugt í grænni úlpu, með svarta húfu, í gallabuxum og með hvítan vafning um höfuðið sem huldi andlit hans komst inn í verslunina um opnar bakdyr. Hann komst þar að peningaskáp í skrifstofu verslunarinnar og hafði á brott með sér einhver verðmæti.
Mynd frá vettvangi ránsins