Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rán framið í verslun Samkaupa í Sandgerði
Fimmtudagur 8. febrúar 2007 kl. 22:30

Rán framið í verslun Samkaupa í Sandgerði

Rán var framið í versluninni Samkaup í Sandgerði um klukkan sjö í kvöld. Maður kom inn í verslunina og skipaði afgreiðslustúlku að opna peningakassa verslunarinnar.

Ekki er vitað með vissu hve miklu fé maðurinn náði. Maðurinn komst undan.

 

Lögreglan á Suðurnesjum fór þegar á vettvang og  hefur nokkuð góða lýsingu á ræningjanum og er málið í rannsókn.

 

Mynd: Lögreglumenn á vettvangi ráns í Sandgerði í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024