Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. janúar 2001 kl. 18:35

Ráherrar fengu bílabænir

Forráðamenn áhugahóps um örugga Reykjanesbraut afhentu samgöngu- og dómsmálaráðherrum bílabæn til að setja í ráðherrabílana. Fulltrúar áhugahópsins áttu einnig fund með samgönguráðherra og afhentu honum undirskriftalista af vf.is með rúmlega 9200 nöfnum. Forráðamenn áhugahópsins hittu Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra á skrifstofu hans í Hafnarhúsinu í Reykjavík og ræddu við um málefni Reykjanesbrautarinnar. Hann tók undir fréttatilkynningu frá hópnum þar sem lögð er áhersla á að útboð á fyrstu framkvæmdum við tvöföldun verði ekki síðar en í ársbyrjun 2002. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að flýta framkvæmdum eins og hann hefur gert áður, eftir því hvernig niðurstaða úr fyrsta útboðinu á kaflanum frá Njarðvík til Kúgagerðis verður.
Að loknum fundinum með Sturlu var haldið að alþingishúsinu en þar var honum og Sólveigu Pétursdóttur, dómsmálaráðherra afhentar bílabænirnar og ráðherrarnir settu þær í bíla sína. Sólveig fagnaði framgöngu áhugahópsins um örugga Reykjanesbraut og átti kaffispjall með forráðamönnum hans í alþingishúsinu á eftir. Næsta skref er formlegur fundur með henni í næstu viku þar sem málefni brautarinnar verða rædd, m.a. út frá aukinni löggæslu á brautinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024