Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnhildur Steinunn Fegurðardrottning Íslands 2003
Föstudagur 23. maí 2003 kl. 23:40

Ragnhildur Steinunn Fegurðardrottning Íslands 2003

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, fegurðardrottning Suðurnesja, var kjörin Fegurðardrottning Íslands 2003 fyrir fáeinum mínútum á Broadway. Tuttugu og ein stúlka tók þátt í keppninni og var Ragnhildur Steinunn eini fulltrúi Suðurnesja. Hún er 22 ára Keflavíkurmær.Ragnhildur vann einnig símakosningu keppninnar en þau atkvæði voru metin sem 30% í kosningunni.

Víkurfréttir á Netinu óska nýkrýndri fegurðardrottningu til hamingju með titilinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024