Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða
Ragnhildur Geirsdóttir var í dag ráðin sem forstjóri Flugleiða. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var ráðinn forstjóri Icelandair en þau koma til með að starfa með Sigurði Helgasyni fráfarandi forstjóra félaganna. Þau munu taka formlega til starfa þann 1. júní n.k. en Hannes Smárason verður áfram starfandi stjórnarformaður Flugleiða.